Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf frá kl. 10:00-16:00.
Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemanda/nemendur í skóla og frístundastarfi. Starfið er tímabundið og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem allra fyrst.
Lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Reynsla af vinnu með börnum æskileg.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið og eru laun skv. kjarasamningi FOSS
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2016
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu skólans eða senda í tölvupósti á gudrun@olfus.is og/eða olina@olfus.is
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofum eða á www.olfus.is.
Allar nánari upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 480-3850.
Öllum umsóknum verður svarað. Upplýsingar um skólastarfið eru á heimasíðu skólans: http://grunnskolinníþorlákshöfn.is
Skólastjóri