Þór fær Snæfell í heimsókn í kvöld

thor_haukar_okt2016-15Í kvöld, föstudagskvöld, fá Þórsarar lið Snæfells í heimsókn í Domino’s deild karla í körfubolta.

Þórsarar hafa spilað vel að undanförnu og unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað klaufalega fyrir Grindavík í fyrsta leik.

Snæfell leitar aftur á móti að sínum fyrsta sigri í deildinni og má því reikna með því að þeir mæti hungraðir til leiks.

Leikur hefst klukkan 19:15 í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.