Arna Dögg og Bergrún taka þátt í Söngkeppni NFSu

songkeppni2015Söngkeppni NFSu  verður haldin á fimmtudaginn, 10. nóvember, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Tvær stúlkur úr Þorlákshöfn taka þátt að þessu sinni, þær Bergrún Gestsdóttir og Arna Dögg Sturludóttir. Með þeim er Birta Rós Hlíðdal en þær þrjár tóku einnig þátt í fyrra og enduðu í öðru sæti með lagið Jar of Hearts.

Venju samkvæmt er keppnin hin glæsilegasta og í ár er sérstaklega mikið lagt í alla umgjörð og skipulag. Kynnar kvöldsins eru þeir Steindi Jr og Auðunn Blöndal. Dóri DNA flytur uppistand í dómarahléi.

Húsið opnar 19:00 og keppnin hefst 20:00. Allir sem vilja geta keypt miða á Söngkeppnina, hún er ekki eingöngu fyrir nemendur í FSu. Athugið að ölvun ógildir miðann og reglur skólans eiga við á þessum viðburði. Miðahafar geta kynnt sér þær reglur á fsu.is.