Ungt fólk kom skoðunum sínum á framfæri

ungmennathing-2016Í gær hélt Ungmennaráð Ölfuss sitt fjórða ungmennaþing og tókst skipulagning og framkvæmd þingsins virkilega vel að mati skipuleggjenda.

Á þinginu gafst ungu fólki í sveitarfélaginu tækifæri á að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri.

Fulltrúar í Ungmennaráði Ölfuss stjórnuðu umræðum á nokkrum borðum. Margar góðar hugmyndir komu fram og mun ráðið taka þær og leggja fyrir bæjarstjórn 24. nóvember nk. Einnig mun ungmennaráð gefa út stutta skýrslu með niðurstöðum þingsins.