Bílvelta í Svínahrauni

Mynd: Brunvarnir Árnessýslu
Mynd: Brunvarnir Árnessýslu

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru kallaðir út rétt fyrri klukkan eitt í gærdag vegna bílveltu í Svínahrauni í Ölfusi. Frá þessu er greint á vef Brunavarna Árnessýslu.

Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á sjúkrahús til nánari skoðunar.

Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum úr bifreiðinni en slökkviliðsmenn sáu til þess að ekki yrði umhverfisskaði vegna olíumengunar frá bílflakinu.