Búið er að loka fyrir umferð um Þrengslin og Hellisheiði en þar er krapi og stórhríð. Samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi hafa fjórir bílar endað út af í Hveradalabrekku.
„Mjög djúp lægð er skammt vestur af landinu og sunnan lægðarmiðjunnar er vindstrengur með vestan stormi. Útlit er fyrir að hann komi inn á suðvestanvert landið síðdegis og yfir Hellisheiðina, um Þrengsli og Mosfellsheiði má gera ráð fyrir allt að 18-23 m/s með hríðarveðri og á köflum litlu skyggni. Frá því upp úr kl. 16 og fram á kvöld.“ Segir á vef Vegagerðarinnar.
Uppfært kl. 17:28:
Búið er að opna fyrir umferð um Þrengslin en þar er hálka. Enn er lokað á Hellisheiði.