Tvö þorrablót í Sveitarfélaginu Ölfusi

Á morgun er Bóndadagur og þar með fyrsti dagur Þorra. Þá verða víða um land haldin þorrablót og er Ölfus þar engin undantekning.

Í Ölfusi verða tvö þorrablót, annað í Víkingaskálanum í Efstalandi núna á laugardaginn og hitt verður haldið í Versölum í Þorlákshöfn 4. febrúar.

Nú er að koma sér í gírinn og drífa sig á blót í Ölfusi, það mun engan svíkja!