Þór fær Hauka í heimsókn í Domino’s deildinni

Í kvöld verður hart barist í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn en þar munu Þórsarar taka á móti Haukamönnum.

Þórsarar hafa byrjað árið með miklum krafti og unnið til að mynda öll Reykjanesliðin í síðustu þremur leikjum.

Haukar eru í smá basli þessa dagana en eru með feiknar sterkt lið sem getur unnið hvaða lið sem er.

Leikurinn hefst eins og svo oft áður klukkan 19:15.