Jónas gefur út Vígin falla: „Svo margir snillingar komu að þessu lagi“

Tónlistarmaðurinn og Þorlákshafnarbúinn Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar voru að gefa út glænýtt lag sem ber heitið Vígin Falla.

Við sama tilefni settu þau í loftið nýja heimsasíðu þar sem hægt er að sækja nýja lagið frítt en þar er einnig að finna fullt af eldra efni, texta og fleiri upplýsingar.

„Það er alltaf jafn spennandi að setja nýtt lag í loftið. Ég er sérstaklega ánægður með útkomuna á þessu sem við erum að setja í loftið þessa daga. Svo margir snillingar komu að þessu lagi og gáfu af sér í verkefnið að það hálfa væri nóg,“ segir Jónas um Vígin falla.

Jónas var í skemmtilegu viðtali hjá Frosta og Mána í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi nýja lagið og þema næstu plötu.

Hér að neðan má hlusta á þetta virkilega flotta lag hjá okkar manni sem og viðtalið í Harmageddon frá því í morgun.