Þorrabingó 10. bekkjar

Á föstudaginn ætlar 10. bekkur Grunnskólans í Þorlákshöfn að halda Þorrabingó og hefst það kl. 20:00 í sal skólans.

Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta. Sjoppa verður á staðnum og það verða veglegir vinningar í boði. Til dæmis snjallsímar, gasgrill, Bose hátalari og margt fleira skemmtilegt!

Eitt spjald- 500 kr
Tvö spjöld- 800 kr
Fimm spjöld- 2000 kr

10. bekkur