Það er komið að því – undanúrslit í höllinni í kvöld!

Þá er komið að því. Í kvöld kl. 20:00 munu strákarnir okkar mæta Grindavík í undanúrslitum í bikarkeppni karla í körfubolta og fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni.

Það er mikið í húfi fyrir bæði lið þar sem sigur liðið mun leika til úrslita í Laugardalshöllinni um helgina, annað hvort á móti KR eða Val.

Við hvetjum Þorlákshafnarbúa að drífa sig í höllina í kvöld og hjálpa strákunum að komast alla leið. Að sjálfsögðu er skylda að mæta í grænu.