Móttaka Þórsara eftir bikarúrslitaleik!

Eins og allir vita munu Þórsarar mæta KR í úrslitaleik Maltbikarsins í dag, laugardaginn 11. febrúar kl. 16:30 í Laugardagshöllinni.

Við viljum taka vel á móti strákunum okkar eftir leikinn í íþróttamiðstöðinni kl. 20:00 og hvetjum alla til að koma, sama hver úrslitin verða en að sjálfsögðu ætla okkar menn sér að koma heim með bikarinn.

Fyllum íþróttamiðstöðina og tökum vel á móti þeim!

ÁFRAM ÞÓR!