Stóra stundin runnin upp!

Þá er komið að því! Annað árið í röð mæta Þórsarar KR-ingum í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.

Leikurinn hefst kl. 16:30 í dag en Þórsarar verða með miða til sölu á leikinn til kl. 14 í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Allur ágóði þeirra miða rennur til körfuknattleiksdeildar Þórs

Gerum höllina græna og styðjum okkar menn til sigurs!