Mannbjörg efnir til nafnasamkeppni

Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á nýjum björgunarbát sem sveitin fjárfesti nýlega í.

Um er að ræða bát að tegundinni RibCraft 585 Rescue sem er sex metrar að lengd og er keyptur af sjóbjörgunarsveit í Bretlandi.

Allir hafa rétt til þátttöku í nafnasamkeppni þessari en hugmyndum skal skila inn rafrænt með því að smella HÉR.

Hugmyndirnar þurfa að berast í seinasta lagi föstudaginn 10. mars.