Digiqole ad

Hreiðar Már kaupir Rásarhúsið ásamt Finnboga

 Hreiðar Már kaupir Rásarhúsið ásamt Finnboga

Eins og Hafnarfréttir greindu frá í gær þá seldi Sveitarfélagið Ölfus Rásarhúsið til Finnboga Gylfasonar og lánaði honum að auki fyrir kaupunum.

Fréttatíminn greindi síðan frá því í gær að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, stæði einnig á bak við kaupin ásamt Finnboga.

Finnbogi er framkvæmdastjóri fjármálasviðs 66° Norður en hann og Hreiðar Már eiga einnig Hótel Búðir á Snæfellsnesi. Hreiðar, ásamt eiginkonu sinni, hefur keypt upp hótel víða á landinu síðustu misseri segir enn fremur í frétt Fréttatímans um málið.