Jónas á toppnum á Rás 2 og Bylgjunni

Nýja lag Jónasar Sigurðssonar, Vígin falla, er heldur betur að slá í gegn á meðal landsmanna. Lagið situr nú á toppi vinsældarlista Rásar 2 og er einnig í 1. sæti á lista Bylgjunnar.

Þar með skýtur Jónas stórstjörnur á borð við Rihanna, Katy Perry, Ed Sheeran og Robbie Williams ref fyrir rass.

Frábært hjá okkar manni og Ritvélum framtíðarinnar en eingungis mánuður er síðan lagið kom út.