Grindavík leiðir einvígið 1-0

Þórsarar þurftu að sætta sig við tap gegn Grindavík í fyrsta leik 8-liða úrslita Domino’s deildarinnar í körfubolta. Lokatölur 99-85 Grindavík í vil og leiða þeir því einvígið 1-0.

Heimamenn í Grindavík byrjuðu leikinn mun betur og leiddu 28-15 eftir fyrsta fjórðung. Þórsarar komu sterkir inn í annan leikhluta og minnkuðu muninn í 43-35 þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og áttu Þórsarar í erfiðleikum með að saxa niður forskot Grindvíkinga. Heimamenn voru síðan sterkari í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn nokkuð sannfærandi.

Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og hefst hann kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur 3 leiki kemst í undanúrslit.