Þórsarar geta jafnað metin: Leikur tvö kvöld

Leikur tvö í einvígi Þórs og Grindavíkur í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.

Grindavík leiðir rimmuna 1-0 eftir sigur í Grindavík á fimmtudaginn en Þórsarar geta jafnað metin í kvöld. Það lið sem vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit.

Góður stuðningur úr stúkunni skiptir miklu máli í kvöld og stefna Þórsarar ótrauðir á að jafna metin í einvíginu.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Ölfusinga sem og aðra sunnlendinga til að fjölmenna og styðja Þórsara til sigurs.