Íbúum Ölfuss og nærsveitungum boðið að skoða Mykines

Vöruflutningaferjan Mykines kemur til Þorlákshafnar í fyrsta sinn í dag, föstudaginn 7. apríl.

Í tilefni þessa merka áfanga er íbúum Ölfuss sem og öðrum nærsveitungum boðið um borð í Mykines á milli klukkan 16 og 18 í dag.

Smyril Line Cargo býður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist frá Önnu Margréti Káradóttur og Tómasi Jónssyni.