Barna- og unglingastarf Ægis

Knattspyrnufélagið Ægir bauð tveimur fjölmennustu yngri flokkum sínum upp á knattspyrnunámskeið í síðustu viku. Þar sameinuðust 5. og 6. flokkur frá mánudegi til föstudags og fóru í gegnum grunnatriði knattspyrnunnar.

Hver dagur hafði sitt þema og endaði námskeiðið svo á föstudeginum með knattspyrnumóti þar sem foreldrar tóku einnig þátt. Margir skráðu sig til leiks og átta blönduð lið foreldra og barna skemmtu sér vel.

Markmið námskeiðsins var að sameina iðkendur í knattspyrnu, læra eitthvað nýtt og fyrst og fremst hafa gaman saman