Leikmannakynningar Ægis: Gunnar, Aco og Ólafur

Leikmannakynningar Ægis halda áfram en Ægismenn hefja leik á íslandsmótinu í 3. deild í kvöld þegar liðið mætir KFG í Garðabæ kl. 21:00.

Sex leikmenn liðsins hafa nú þegar verið kynntir til leiks og hér koma næstu þrír, Gunnar Bent, Aco og Ólafur Þór.

Gunnar Bent Helgason

Gunnar Bent Helgason er ungur framherji sem kom til okkar frá KFR fyrir tímabilið. Gunnar stóð sig með prýði í fyrra með KFR og hefur farið frábærlega af stað fyrir okkur og raðað inn mörkunum í Lengjubikarnum og Bikarkeppninni.

Gælunafn: Gunni , Benti, Bentarinn

Aldur: 21 ára

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var 2016

Uppáhalds matsölustaður:  American Style eða Local

Hvernig bíl áttu: Ég keyri um á Volkswagen polo, hrikalega öflugt tryllitæki

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég hef mjög gaman af Modern Family

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Man nú ekki eftir einhverjum sérstökum í augnablikinu

Bestur í reit: Bjarki Axels er sprækur í reit

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kassim Doumbia í FH

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: pass

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Það var klárlega Náttúrufræði , afrekaði það að falla 3 sinnum í sama Nátt áfanga í framhaldsskóla.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er fáránlega góður í borðtennis.

Aco Pandurevic

Aco Pandurevic þekkja allir í Þorlákshöfn sem hafa áhuga á fótbolta. Aco hefur spilað með Ægi í mörg ár og er næst leikjahæsti leikmaður núverandi hóps með 93 leiki fyrir félagið en hann er 8.leikjahæsti leikmaður Ægis frá upphafi. Aco getur leyst margar stöður og hefur hann skorað 12 mörk fyrir félagið en hann er einnig markahæsti leikmaður núverandi hóps. Aco er þó farinn að færast aftar á völlinn og farinn að spila miðvörð eða bakvörð. Þessi frábæri serbneski leikmaður er sterk viðbót fyrir baráttuna í 3.deildinni.

Gælunafn: Dont have any

Aldur: 22 😀 35 🙁

Hjúskaparstaða: Married, father of two kids

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: ’98

Uppáhalds matsölustaður: MB

Hvernig bíl áttu: Ford Mondeo

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: I love everyone

Bestur í reit: Kelly (Þorkell Þráinsson)

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Maths

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: I’m crazy 🙂

Ólafur Þór Sveinbjörnsson

Ólafur Þór Sveinbjörnsson sonur hins mikla Sveinbjörns Jóns Ásgrímssonar aðstoðarþjálfara Ægis gekk til liðs við Ægi fyrir tímabilið. Ólafur lék upp yngri flokka með Ægi en steig hann sín fyrstu spor í meistaraflokki með Kormáki/Hvöt í 4.deildinni og lék hann þar með prýði. Ólafur hefur verið að spila mjög vel í Lengjubikarnum og er skemmtilegt að fá unga heimastráka heim til þess að byggja upp á. Ólafur er flottur miðjumaður og verður skemmtilegt að fylgjast með honum í sumar.

Gælunafn: Óli, Óli Red

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 17 ára

Uppáhalds matsölustaður: Haninn er í bullinu góður

Hvernig bíl áttu: Ekki neinn eins og er því miður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends lega klikkar ekki og síðan er Family Guy bilað gott comedy!

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn í huga sko

Bestur í reit: Ég

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ásgrímur Þór Bjarnason ekki spurning!

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ekkert séð neinn afgerandi en ég held að Aco sé alvöru höstler!

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er því miður hörmulegur í stærðfræðinni en það kemur einn daginn!

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Pabbi gamli (Sveinbjörn Jón Ásgrímsson)

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er mjög góður að syngja.