Lúðrasveit Þorlákshafnar, Stebbi Jak og Magnús Þór slógu í gegn

Fullt var út úr dyrum á tónleika Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem haldnir voru í Ráðhúsi Ölfuss fyrr í kvöld.

Á tónleikunum flutti lúðrasveitin ásamt Stefáni Jakobssyni í Dimmu lög eftir Magnús Þór Sigmundsson og má með sanni segja að tónleikagestir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Útsetningar á lögum Magnúsar voru virkilega góðar og var flutningurinn stórkostlegur bæði hjá lúðrasveitinni og Stefáni.

Ef þið misstuð af tónleikunum í kvöld þá hafið þið ennþá tækifæri á að upplifa þessa frábæru skemmtun en næstu tónleikar eru á morgun, föstudaginn 19. maí, á Hótel Örk í Hveragerði og síðustu tónleikarnir verða í Gamla bíói á sunnudaginn.

Hægt er að kaupa miða á tónleikana í Hótel Örk og í Gamla bíói á miði.is.

Þetta eru klárlega tónleikar sem enginn ætti að missa af!