Leikmannakynningar Ægis: Pétur, Jón og Gunnar

Ægismenn leika sinn fyrsta heimaleik í Íslandsmótinu í 3. deild á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar Reynir Sandgerði kemur í heimsókn.

Þá er tilvalið að halda áfram að kynna leikmenn Ægis og hér fáum við að vita allt um Pétur Smára, Jón Jökul og Gunnar Orra.

Fjölmennum á völlinn í blíðunni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20:00.

Pétur Smári Sigurðsson

Pétur Smári hefur æft með meistaraflokki í nokkur ár núna og tekið miklum framförum. Pétur er ungur heimamaður sem lék upp alla yngri flokka með Ægi og spilar sem varnarmaður. Pétur er að taka sín fyrstu skref inná vellinum með meistaraflokki og á 9 leiki en hann er búinn að standa sig með miklum sóma. Pétur er mjög efnilegur og á framtíðina fyrir sér.

Fullt nafn: Pési

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2013

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Toyota Corolla

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Framherjinn í Reyni Sandgerði

Bestur í reit: Óli Þór

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Garðar Gunnlaugs

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Óli Þór

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Gerard Athan M Gabon

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ?

Jón Jökull Þráinsson

Jón Jökull hóf að æfa fótbolta aftur í vetur eftir nokkra ára pásu. Jón er varnarmaður sem lék upp alla yngri flokka hjá Ægi. Jón leikur einnig körfubolta með FSu í 1.deild karla en það eru mjög jákvæðar fréttir að fá hann aftur í fótboltann hér heima. Jón Jökull er einn af mörgum heimamönnum í hópnum í ár og því ber að fagna.

Gælunafn: Johnny eða Jobbi

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég held að það hafi verið fyrir fjórum árum á móti Njarðvík

Uppáhalds matsölustaður: Shake and Pizza

Hvernig bíl áttu: Toyota Corolla

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki viss

Bestur í reit: Ég

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kassim Doumbia, FH

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Klárlega Ólafur Þór Sveinbjörnsson

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Bojo (Gerard Athan M Gabon) vorum hrikalegt miðvarðarpar í gamla daga

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég pissa sitjandi

Gunnar Orri Guðmundsson

Gunnar Orri kom til Ægis frá Fjölni núna í vetur og var það mikill liðsstyrkur. Gunnar Orri er 20 ára gamall sóknarmiðjumaður/kantari og hefur hann komið mjög sterkur inní liðið. Gunnar er sonur fyrrum Ægismannsins, Guðmundar Lúðvíks Gunnarssonar þannig hann hefur einhver tengsli við félagið. Gunnar hefur nú þegar skorað 4 mörk á tímabilinu fyrir liðið og eigum við von á mörgum mörkum frá honum í sumar.

Gælunafn: GunnarOG

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Pikkfastur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Síðastliðinn Mars með Ægi en fyrir 2 árum með Fjölni

Uppáhalds matsölustaður: Grillmarkaðurinn er lit

Hvernig bíl áttu: Á engan bíl en fæ yfirleitt Volkswagen Polo lánaðan

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Siggi

Bestur í reit: Keli er seigur í reitnum

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki hinn íslenska Jon Flanagan, Eyþór Daða, úr Vængjum Júpíters

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Óli Red (Ólafur Þór) er svaðalegur á samfélagsmiðlum

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Slappur í Náttúrufræðinni

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Þekki ekkert alltof marga en Guðmundur Lúðvík Gunnarsson markahrókur yrði líklegast fyrir valinu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef orðið þrefaldur íslandsmeistari í fimleikum