Ægir fær Víking R. í heimsókn í 16-liða úrslitum

Ægismenn mæta úrvalsdeildarliði Víkings Reykjavík í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta.

Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ægir kemst í 16-liða úrslit bikarsins.

Leikurinn fer fram í Þorlákshöfn og fer hann fram núna um mánaðarmótin en nákvæm dagsetning er ekki komin á hreint.