Aðalfundur Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða

Aðalfundur Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða verður haldinn á Egilsbraut 9 (Níunni) í Þorlákshöfn 6. júní nk. og hefst hann kl. 19:30.

Dagskrá fundar:

1. Setning aðalfundarins

2. Kosning fundarstjóra og ritara

3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun

5. Ráðstöfun hagnaðar eða taps á reikningsárinu

6. Ákvörðun um inntökugjald, félagsgjald, búsetugjald og gjald í viðhaldssjóð

7. Tillögur til breytingar á samþykktum félagsins

8. Kosning formanns til eins árs

9. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára

10. Kosning þriggja varamanna í stjórn

11. Kosning löggilts endurskoðanda til tveggja ára og skoðunarmanns og varaskoðunarmanns til tveggja ára

12. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna og skoðunarmanna/endurskoðenda

13. Kosninga þriggja manna í viðhaldsráð til eins árs

14. Staðfesting úthlutunarreglna félagsins

15. Önnur mál

Virðingarfyllst,

Stjórn Elliða.