Vilja nýja áhorfendapalla í íþróttamiðstöðina

Stjórn og formenn innan deilda Ungmennafélagsins Þórs hafa skorað á bæjaryfirvöld í Ölfusi um að endurnýja áhorfendapalla í íþróttamiðstöðinni sem allra fyrst. Frá þessu er greint í bókun bæjarstjórnar Ölfuss.

Áhorfendapallarnir í íþróttamiðstöðinni eru farnir að láta á sjá en þeir hafa svo sannarlega gert sitt gagn í gegnum tíðina.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti samhljóða á fundinum um að skoða beiðnina frekar við vinnu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2018.