Gróðursetningardagur Skógræktar og uppgræðslufélags Þorlákshafnar og Ölfuss

Skógræktar og uppgræðslufélag Þorlákshafnar og Ölfuss boðar til gróðursetningar á svæði skógræktarfélagsins ofan við Skýjaborgir fimmtudagsmorguninn 20. júlí frá kl. 9-13. Allir velkomnir börn sem fullorðnir að taka þátt því margar hendur vinna létt verk.

Það er líka ástæða til að skoða fyrri framkvæmdir því farið er að bera á góðum árangri og miklum vexti. Innan fárra ára verður þetta spennandi útivistarsvæði fyrir okkur öll.

Með skógarkveðju