Tvær nýjar brautir teknar í notkun

Vinna við tvær nýjar brautir númer 5 og 16, sem leysa brautir 11 og 12 af hólmi, stendur enn yfir á Þorláksvelli.

Eigi að síður eru þær orðnar nógu góðar til að leyfa kylfingum að leika þær og njóta þannig þeirrar styttingar á leiktíma og göngu milli brauta, sem nýju brautunum er m. a. ætlað að skila.

Brautir 11 og 12 verða því felldar úr gildi og nýju brautirnar teknar í notkun miðvikudaginn 9. ágúst, þó vinnu við þær sé ekki að fullu lokið. Reiknað er með þeim fullgerðum á næsta ári.