Gísli G. snýr aftur og keppir í Bandaríkjunum

Torfærukappinn og Þorlákshafnarbúinn Gísli G. Jónsson er mættur til leiks að nýju en hann ætlar að keppa í Formula Offroad sem haldin verður í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Dyersburg í Tennessee, þann 5.-8. október næstkomandi.

Gísli G. er líklega sigursælasti torfærukappi landsins en ferill hans hófst árið 1991 og keppti hann stanslaust til ársins 2002. Hann varð Íslandsmeistari árin 1993-2001 og þá varð hann einnig heimsmeistari árið 2001. Hann tók frí frá torfæru árið 2002 en keppti þó í þremur mótum eftir það, einu árið 2006, öðru 2008 og síðast keppti hann á einu móti árið 2012.

Bíllinn er klár og er lagður af stað til Bandaríkjanna en Gísli óskar eftir styrkjum þar sem mjög kostnaðarsamt er að fara út í svona keppni. Hægt er að hafa samband við Gísla í síma 892 9217 eða Önnu í síma 863 3661. Þá er einnig hægt að leggja inná styrktarreikning hans kt. 0509653689 banki: 150-26-1072.