Lýðheilsuganga í dag kl. 18:00

Í dag kl. 18:00 verður staðið fyrir Lýðheilsugöngu í sveitarfélaginu í samvinnu við Ferðafélag Ísland. Gengið verður vestur að Keflavík og til baka og fararstjóri verður Unnur Erla Marlmquist.

Göngur sem þessar verða alla miðvikudaga í september en um er að ræða Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Miðvikud. 06. sept. kl. 18:00 – Gengið vestur að Keflavík og til baka. Fararstjóri: Unnur Erla Malmquist.
Miðvikud. 13. sept. kl. 18:00 – Gengið niður í og austur eftir Skötubótinni. Fararstjóri: Sóley Einarsdóttir.
Miðvikud. 20. sept. kl. 18:00 – Heilsustígurinn í Þorlákshöfn. Fararstjóri: Ragnar M. Sigurðsson.
Miðvikud. 27. sept. kl. 18:00 – Neshringurinn. Fararstjóri: Edda Laufey Pálsdóttir.

Upphafsstaður: Allar göngur hefjast v/Íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn.

Fleiri upplýsingar um lýðheilsugöngur Ferðafélagsins má finna hér.