Þór mætir KR í Meistarar meistaranna og Tindastól í bikar

Körfuknattleikslið Þórs mætir KR í meistari meistaranna en leikurinn fer fram í Keflavík á sunnudaginn.

Í þessum leik mæta Íslandsmeistararnir bikarmeisturunum en KR vann báða titlana á síðustu leiktíð. Þórsarar mættu KR í bikarúrslitaleiknum og þess vegna mætast Þór og KR í þessum leik.

Eins og fyrr segir þá fer leikurinn fram í Keflavík og hefst hann klukkan 17:00.

Þá var dregið í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í gær og má með sanni segja að Þórsarar fá enga aukvisa í fyrstu umferð. Þórsarar leggja leið sína á Sauðárkrók og mæta þar feiknar sterku liði Tindastóls.

Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 14.-16. október næstkomandi.

Þórsarar hefja síðan leik í Domino’s deildinni 6. október og mæta þá Grindavík í Grindavík.