Þórsarar spiluðu gegn KR í Meistarakeppni karla í körfubolta í dag en leikurinn fór fram í Keflavík og sigraði Þór 90-86.
Þórsarar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 46-40 þegar flautað var til hálfleiks. Leikmenn KR komu sterkir inn í fjórða leikhluta og jöfnuðu leikinn. Þórsarar voru skynsamir og tryggðu sigurinn og um leið titilinn meistari meistaranna annað árið í röð.
Jesse Pellot-Rosa var virkilega öflugur í liði Þórs en hann spilaði tæpar 26 mínútur og skoraði 37 stig í leiknum, tók 11 fráköst og 2 stoðsendingar. Emil Karel var næst stigahæstur með 14 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar.
Til hamingju Þórsarar!