Á morgun, föstudaginn 8. júlí, verður sannkallaður toppslagur í höfninni þegar Ægismenn taka á móti Þrótti. En fyrir leikinn situr Þróttur í 2. sæti deildarinnar en Ægismenn í því þriðja.
Um er að ræða mjög mikilvægan leik fyrir okkar menn og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja við liðið.
Frítt er á völlinn í boði Sjóvá.