Þórsarar taka þátt í Evrópukeppninni

Þór Þorlakshöfn mun taka þátt í Evr­ópubikarkeppni karla, FIBA Europe cup, í körfuknatt­leik á kom­andi vetri en Körfuknatt­leiks­sam­band Evr­ópu staðfesti þátt­tök­uliðin í keppn­ina í dag. Fjögur efstu lið í Íslandsmóti KKÍ fengu boð um þátttöku en Þór var eina liðið sem ákvað að skrá lið til leiks.

Þór er eitt af 32 liðum sem leika í FIBA Europe Cup, eða Evr­ópu­bik­ar FIBA, og liðið fer í undan­keppni sem verður leik­in í lok sept­em­ber. Þar leika 22 lið í fjór­um riðlum um átta laus sæti í riðlakeppn­inni en þangað fara tíu lið beint.

Þórsar­ar eru í sjötta og neðsta styrk­leika­flokki áður en dregið verður í riðlana á fimmtu­dag­inn kem­ur, 14. júlí.

Þessi tíu lið fara beint í riðlakeppn­ina:

Kangoeroes Basket Mechelen (Belg­íu)
BC Balk­an (Búlgaríu)
HAKRO Merl­ins Crails­heim (Þýskalandi)
Hapoel Galil Eli­on (Ísra­el)
New Basket Brind­isi (Ítal­íu)
Don­ar Groningen (Hollandi)
Anwil Wloclawek (Póllandi)
FC Porto (Portúgal)
CSM Oradea (Rúm­en­íu)
Gazi­an­tep Basket­bol (Tyrklandi)

Hinum 22 liðunum er raðað í styrk­leika­flokka. Þórsar­ar eru í sjötta og síðasta flokki og munu mæta ein­hverju eft­ir­tal­inna liða í fyrstu um­ferð undan­keppn­inn­ar.

Hapoel Haifa (Ísra­el)
Cholet Basket (Frakklandi)
BC Kal­ev/​Cramo (Eistlandi)
Petrol­ina AEK (Kýp­ur)