Daníel skipar 3. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi

Daníel Arnarsson skipar þriðja sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningunum sem fram fara 28. október næstkomandi.

Daníel skipaði einnig þriðja sæti í kosningunum fyrir ári síðan og var hann varaþingmaður flokksins á þessu kjörtímabili.

Mikill meðbyr er með VG þessa dagana og mælist hann stærsti flokkur landsins í könnunum. Hugsanlega munu Þorlákshafnarbúar eiga alþingismann á næsta kjörtímabili.