Þórsurum spáð 6. sæti

Þór Þorlákshöfn er spáð 6. sæti samkvæmt spá formanna, þjálfara og fyrirliða allra liða í Domino’s deild karla í körfubolta. Spáin var birt í hádeginu á fjölmiðla- og kynningarfundi Domino’s deilda karla og kvenna.

KR er spáð fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð og Þór Akureyri og Hetti er spáð falli úr Domino’s deildinni.

Hér að neðan má sjá spána í heild en Þórsarar hefja leik í Domino’s deildinni á föstudaginn þegar þeir mæta heimamönnum í Grindavík.

1. KR – 414 stig
2. Tindastóll – 403 stig
3. Grindavík – 319 stig
4. Njarðvík – 267 stig
5. Stjarnan – 266 stig
6. Þór Þ. – 246 stig
7. Keflavík – 239 stig
8. ÍR – 191 stig
9. Haukar – 189 stig
10. Valur – 89 stig
11. Höttur – 84 stig
12. Þór Ak. – 60 stig