Hraðavaraskilti komið upp

Sveitarfélagið Ölfus hefur sett upp hraðavaraskilti á Hafnarbergi í Þorlákshöfn, áður en komið er að leik- og grunnskólanum.

Umferðarþunginn er mikill á svæðinu í kringum skólana og er hámarkshraðinn þar 30 km/klst.

„Þetta skilti er liður í því að ná niður hraðanum í kringum skóla- og íþróttasvæði, en það er ansi oft sem það er keyrt hratt á þessum stöðum. Þetta er frábært framtak og það ættu allir að vilja setja sér það markmið að sjá eingöngu broskallinn þegar þeir keyra þarna um.“ segir á heimasíðu Ölfuss.