Þór fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld

Í kvöld verður stórleikur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn þegar Þór tekur á móti Stjörnunni í Domino’s deild karla í körfubolta.

Þórsarar eru að leyta að sínum fyrsta sigri í mótinu og munu strákarnir án efa gefa allt í þennan heimaleik í kvöld gegn sterku liði Stjörnunnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.