Þrengsli, Hellisheiði og Sandskeið lokuð

Nú rétt fyrir klukkan 20 í kvöld var vegunum um Þrengsli og Hellisheiði lokað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Þá er Sandskeiði einnig lokað.

Í kvöld spáir 18-23 m/s, snjókomu, skafrenning og blind byl fram undir miðnætti þegar nær að hlána á fjallvegunum.