Ölfus veitir 37 milljóna króna stofnframlag til byggingar almennra íbúða

Bæjarráð Ölfuss hefur samþykkt að veita 37 milljóna króna stofnframlag til íbúðarfélagsins Bjarg til að byggja almennar íbúðir í Þorlákshöfn. Slíkt stofnframlag byggir á lögum um almennar íbúðir og byggist stofnframlagið á því að viðkomandi félag fái einnig stofnframlag frá ríkinu.

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun sem var stofnuð af ASÍ og BSRB. „Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að danskri fyrirmynd.“

Nánari upplýsingar um stofnframlög má finna á vef Íbúðalánasjóðs.