Jón Guðni leikmaður ársins – Líklega í byrjunarliði Íslands í dag

Enn einu sinni er Jón Guðni Fjóluson að gera frábæra hluti í Svíþjóð en hann var valinn leikmaður ársins hjá Norrköping á dögunum.

Hann var algjör lykilmaður í Norrköping á síðasta tímabili og er þetta annað árið í röð sem hann er kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu. Þá var Jón Guðni einnig í liði ársins í sænsku úrvalsdeildinni eins og greint var frá á dögunum.

Jón Guðni er nú staddur með landsliði Íslands í æfingaferð í Katar og samkvæmt viðtali við Heimi Hallgrímsson, þjálfara Íslands, á Fótbolta.net þá eru miklar líkur á því að okkar maður verði í byrjunarliðinu í kvöld þegar Ísland mætir heimamönnum klukkan 16:30.