Jón Guðni valinn í lið ársins í Svíþjóð

Mynd: IFK norrköping

Jón Guðni Fjóluson er í liði ársins í sænsku úrvalsdeildinni samkvæmt Daniel Nannskog, sérfræðingi hjá sænska ríkissjónvarpinu, SVT.

Jón Guðni hefur átt mjög gott tímabil í vörninni hjá IFK Norrköping en liðið situr í 6. sæti deildarinnar en er aðeins þremur stigum frá 3. sætinu þegar ein umferð er eftir.

Þetta hafði Daniel Nannskog að segja um Þorlákshafnardrenginn sem er eini Íslendingurinn í liði ársins: „Frábært ár hjá honum! Rólegur, öruggur með boltann og góður að skila honum frá sér“