Lína Rós opnar hreyfiteiknimyndasýningu

Lína Rós Hjaltested opnar hreyfiteiknimyndasýningu í Galleríinu undir stiganum á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember, klukkan 17:00.

Lína mun þar sýna tvö verk úr námi sínu í Vancouver í Canada en myndirnar eru hluti af útskriftarverkefni hennar. Myndirnar heita The Arctic Fox og Dagur lífsins dauða.

Boðið verður uppá kaffi og mola með í tilefni opnunar. Allir velkomnir.