Þórsarar fá ÍR-inga í heimsókn

Í kvöld fá Þórsarar eiturspræka ÍR-inga í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Þórsarar hafa ekki byrjað Domino’s deildina eins og þeir hefðu kosið en ætla sér að snúa við blaðinu í kvöld enda mjög mikið sem býr í liðinu. ÍR hefur aftur á móti byrjað deildina af miklum krafti og aðeins tapað einum leik.

Fastlega má gera ráð fyrir því að stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto Hooligans, verði á svæðinu með læti og því mikilvægt að Þorlákshafnarbúar fjölmenni á leikinn og láti í sér heyra.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.