Ölfus mætir Hveragerði í Útsvari á föstudaginn

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Útsvarinu á föstudaginn þegar Ölfus mætir Hveragerði í beinni útsendingu á RÚV.

Ein breyting hefur orðið á liði Ölfuss þetta árið en Ágústa Ragnarsdóttir hefur stigið til hliðar og í hennar stað kemur Magnþóra Kristjánsdóttir. Sem fyrr eru Hannes Stefánsson og Árný Leifsdóttir í liði Ölfuss.

Þátturinn hefst klukkan 20:05 á föstudaginn.