Aðalbjörg: „Bjóst ekki við þessum æðislegu viðbrögðum“ – myndband

Aðalbjörg Halldórsdóttir er frábær söngkona úr Þorlákshöfn en í fyrradag birti Halldór Ingi Róbertsson, kærasti Aðalbjargar, myndband á Facebook þar sem Aðalbjörg syngur Can’t Help Falling in Love eftir Elvis.

„Við vorum að æfa fyrir Jólakvöld Kompunar sem er 1. desember og Halldóri langaði ad taka upp uppáhalds lagið sitt med Elvis,“ segir Aðalbjörg í stuttu spjalli við Hafnarfréttir.

„Ég bjóst svo innilega ekki við þessum æðislegu viðbrögðum,“ segir Aðalbjörg en það tók Halldór smá tíma að sannfæra hana um að birta myndbandið á netinu.

Hér að neðan má heyra þennan frábæra flutning en með Aðalbjörgu spila Halldór Ingi og Ársæll Guðmundsson á gítar.