Tendrun jólatrés 1. desember í Þorlákshöfn

Jólatré Sveitarfélagsins Ölfuss verður tendrað 1. desember á Ráðhústorginu, kl: 18:00. Þá verður gengið í kringum tréð, sungið, og sprellað með jólasveinunum sem munu heimsækja okkur. Kórar Grunnskólans í Þorlákshöfn munu koma og syngja falleg jólalög.

Sú hefð hefur skapast að 1. desember hafa fyrirtæki í Þorlákshöfn verið með svokallaða jólaopnun hjá sér frameftir kvöldi. Engin undantekning verður á því í ár. Fjölmargt verður í boði, t.d sala á ýmsum varningi, bókaáritun, lifandi tónlist, tilboð á mat, fatamarkaður og sala á smákökum, kertum og kortum.

Sjá nánar inná olfus.is