Um 180 manns mættu á Eitt lítið jólakvöld

Mynd: Hrafnhildur Hlín

Tónleikarnir Eitt lítið jólakvöld sem fóru fram í Þorlákskirkju í gær, heppnuðust vel í alla staði. Um 180 manns mættu á tónleikana, og söfnuðust 273.000 krónur, sem renna óskiptar til hjálparstarfs kirkjunnar, á stór Þorlákshafnar svæðinu. Var það einlæg ósk listamannana að peningarnir færu í að hjálpa þeim sem höllum fæti standa, ekki síst nú fyrir jólin því að allir ættu að geta átt áhyggjulaus og ánægjuleg jól.

Óhætt er að segja að tónlistarlíf Þorlákshafnar sé ríkt af miklu hæfileika fólki á öllum sviðum og hefði verið hægt að hafa mörg kvöld í röð með ólíkum listamönnum, slíkt er mannvalið.

Tónlistarfólkið vill þakka öllum sem komu og áttu með okkur notalega og afslappaða stund, en sérstaklega viljum við þakka Rán Gísladóttur fyrir hjálpsemi hennar í kirkjunni, Gesti Áskelssyni fyrir afnot af tónlistarskólanum til æfinga, Sonik fyrir hljóðkerfi og Tónsmiðju Suðurlands fyrir aðstöðu til æfinga.