Digiqole ad

Erlendur Ágúst í raðir Breiðabliks

 Erlendur Ágúst í raðir Breiðabliks

Erlendur Ágúst Stefánsson hefur samið við körfuknattleikslið Breiðabliks um að leika með liðinu eftir áramót í 1. deildinni.

Erlendur er uppalinn Þórsari en hann hefur einnig leikið með FSU og Hamri. Þá spilaði hann í Bandaríkjunum með Black Hills State University í Suður-Dakóta.

Hann spilaði með Hamri á síðasta tímabili þar sem hann skilaði 18 stigum og gaf 3,5 fráköst að meðaltali í leik.

„Erlendur er metnaðarfullur leikmaður sem kemur til með að styrkja liðið enn frekar í baráttunni um sæti í efstu deild.“ segir í tilkynningu Breiðabliks.