Ölfus komið í 8-liða úrslit Útsvars – Öruggur sigur á Kópavogi

Okkar fólk var í jólaskapi í Útvsarinu í gærkvöldi.

Ölfus vann glæsilegan sigur á Kópavogi í Útsvarinu í gærkvöldi með 89 stigum gegn 49 stigum Kópavogs.

Lið Ölfuss er þá komið í 8-liða úrslit keppninnar en þau Árný, Hannes og Magnþóra stóðu sig frábærlega og fóru nokkuð létt með þessa viðureign.